Um okkur

PELIKANI

UM ORANGE TREE VÖRURNAR


Sápustykkin eru handgerð og ekkert plast er notað, eru að gefa húðinni mikið, mikið af olíum, er með þrjár í pakka til að geta boðið betra verð.


Castile sápuna hef ég verið að prófa og óhreinindin hverfa úr vaskinum, er gerð úr lífrænt vottuðum hráefnum með mikið af ilmkjörnum sem eru mjög áhrifaríkir innihalda m.a. alkóhól. Mun meiri gæði en önnur sápa á markaðinum sem er framleidd í Kína, þú finnur það á lyktinni.  Hún er mjög drjúg og ég blanda henni með vatni og set á úðabrúsa. Alhliða sápa.


Olíur eru vanmetin náttúruleg auðlind tel ég og mun áhrifaríkari en margar verksmiðjuframleiddar snyrtivörur, ofast er mjög lítið magn af náttúrulegum olíum, of lítið til að skipta máli en miklar umbúðir. Umhverfisvænar umbúðirnar skipta líka máli og forðast bakteríur, að ekki sé verið að stinga puttanum í kremið. Nota dropaglös svipuð og eru notuð í ilmmeðferðum, nokkrir dropar á bómullarpúða og höndin kemur hvergi nærri efninu. Mátulegt magn er notað og glasið endist mjög lengi.

Athuga að þetta eru mjög virk efni koma úr apóteki náttúrunnar. Þess vegna er ég ekki með kjarnana sjálfa sem eru mjög öflugir og geta verð varasamir, þeim sem kunna ekki að nota þá.


Margt af þessu efnasulli í hreinlætisvörum er beinlínis skaðlegt okkur sjálfum og vatninu. Má þá sérstaklega nefna Parabene, sem er efnaframleiðsla og flýtir fyrir efnahvörfum. Sulphate sem er búið til úr jarðolíu er skaðlegt, hinn möguleikinn er að búa til Potassium (kalsium) úr lífrænum matvörum.


Nota einungis PET plast sem er endurvinnanlegt. Hafði samband við Tæknigarð og þar var mér bent á að auðveldast væri að endurvinna það, gler og ál þarf mun meiri orku.


Við leggum að sjálfsögðu allt kapp á að draga úr flutningum, en það er einmitt tilgangurinn með þessu, sérstaklega að vera ekki að flytja vatn milli landa, heldur blanda efnunum sjálf. Einnig að sápurnar auki vellíðan en við finnum oftast á okkur hvað er gott fyrir okkur og hvað ekki. Hvað okkur líður vel með.

Björg s. 00 354 775 2545

%d bloggers like this: