Stefnumótun margar leiðir

Það eru margar leiðir í stefnumótun og hér kynnum við nokkrar þeirra, það er misjafnt hvað passar hverjum og einum, fólk hefur mismunandi viðhorf og líka misjafnt hvað passar þeim markaði sem fyrirtæki keppa á.

Fyrirtæki þurfa að sníða sér stakk eftir vexti, það er ekki “One size fit all”. Það er líka mikilvægt að skoða þetta út frá gagnvirkni, af því umhverfið er alltaf að breytast. (Systems thinking)

Hér eru nokkrar þær leiðir sem við skoðum, en við byrjum á því að skoða grundvallaratriði í stefnumótun.

Byrjum á því að skoða hvað stefnumótun er, hvað þarf til, þetta á að vera gagnvirkt (dynamic) ferli.

Rafræn fræðsla og einnig fundir.

“Blue Ocean Strategy”
Hvernig þú býrð til rými fyrir þitt fyrirtæki á markaðnum sem er ekki uppfyllt af öðrum fyrirtækjum. þá flækjast ekki önnur fyrirtæki fyrir þér. Hér er áhersla á nýsköpun, það þarf ekki að vera alveg ný vara það er líka hægt að gera hlutina á alveg nýjan máta.

“Positioning Michal Porter”
Staðsetur þig á markaðnum og tekur tillit til samkeppninnar, það eru öfl sem togast á sem eru fyrir á markaðinum og koma ný inn. Hefur fókus á ákveðinn markaðshluta með aðgreiningu eða notar kostnaðaryfirburði.

“Strategy Fit”
Fyrirtækið nýtir sína einstöku þekkingu, menningu og tækni til að mæta nýjum þörfum á markaðinum.

“Systems thinking”
Kerfishugsun er notuð til að fá heildarsýn yfir stefnumótunarferlið og taka á öllum þeim þáttum sem máli skipta við mótun og koma í framkvæmd einstakri framtíðarsýn fyrirtækisins.

“Design thinking”
Byrjum á spurningum í stað þess að gefa okkur svörin, notum hugmyndaflugið til að móta alveg nýja stefnu eða leiðir.

“Customer Experience and radar thinking”
Grundvallaratriði sem varða upplifun viðskiptavina og mikilvægir þættir í allri þjónustu, það er ódýrara að halda í viðskiptavinina en ná í nýja.

Brand strategy
Stuðst er við hugmyndir Marty Niemeier um að “Brand strategy” sé hin hliðin á stefnu fyrirtækisins, það þurfi að fara saman, hvernig fyrirtækið sér fyrir sér framtíðina og hvernig markaðurinn skynjar fyrirtækið sem vörumerki.

Supply chain strategy
Aðfangakeðjan er mjög mikilvæg í dag og mörg fyrirtæki hafa náð yfirburðum á markaðinum með sniðugum lausnum á aðföngum. Er grundvallaratriði þegar kemur að sjálfbærni og Fair Trade.

Digital Strategy
All innovation strategies have to consider Systems thinking, also creativity and learning. There will of course be errors to learn from because the company has to make experiments. It is important to give it time and learn from others as we have from the Nice Experience.

Risk Strategy
Móta stefnu til að meta áhættu og leitast við að koma í veg fyrir frávik. Flestir sofa betur ef leitast er við að koma í veg fyrir óvænta óþægilega þætti í starfsemi fyrirtækisins.

Þessar leiðir eru hugsaðar fyrir starfandi fyrirtæki og svo eru önnur model sem henta fyrir þau sem eru að byrja starfsemi.

Mikilvægt að að finna þá leið sem hentar viðkomandi fyrirtæki en líka að vera ekki bundin við eina leið. Skoða hlutina út frá mörgum hliðum.


Við verðum með fundi á ZOOM þar sem við tökum viðtöl við fólk sem er leiðandi á þessu sviði.

Þetta er rafræn verkfærakista. Fylgt eftir með vinnufundum á vefnum og markþjálfun.

Guðbjörg Eggertsdóttir markþjálfi, gæði og stefnumótun.

Hafa samband mark@5v.is

s. 775 9091

Shutterstock

HBR

Published by Guðbjörg

"Fly your dreams"

%d bloggers like this: