Mótaðu þína framtíð “Personal Mastery”

Námskeiðið Mótum framtíðina fyrir einstaklinga, er nú á rafrænu formi og á stór lækkuðu verði.

Það er mikilvægt fyrir alla að búa sig undir framtíðina en það er sérstaklega mikilvægt fyrir ungt fólk sem á hana alla fyrir sér.


Það hefur sýnt sig að þeir sem hugsa um framtíðina eru mun betur undir hana búnir.  Leitast við að sjá strauma og stefnur og nýta tækifærin og vera undir áföllin búin.


Hef sett upp efni á Wakelet með efni um framtíðina en ekki síður að styrkja fólk bæði tilfinningalega og andlega, af því þetta er heilmikið spursmál um andlegan styrk til að takast á við hana, að vera gerandi en ekki þolandi.


Taka málin í sínar hendur.

Þar er líka efni um að virða það ólíka, alla, meðal annars “See no stranger” frá Valarie Kaur.

Wakelet með kynningarefni, þetta er sett saman í mörgum bútum, með gagnvirkni, fínt að byrja á heildstæðri hugsun og einbeita sér svo að einstökum liðum, markmiðið er að nemendur geti mótað sína framtíðarsýn.


Athuga að þetta er sett upp einsog vefnám en hugsunin er að það sé blanda af mörgum miðlum og sérstaklega þeim miðlum sem fólkið notar. Það eru líka fundir þar sem málin eru rædd og nemendur geti komið með spurningar.

Þeir sem hugsa um framtíðina og hafa tök á því að greina hana, eru með meira úthald og eru betur undirbúnir fyrir hið óvænta “disruption” sem breytir oft landslaginu, skv.
The Training Industry

Notaðu innsæið og finndu þinn tilgang, færð leiðarljós og fleiri verkfæri, einnig persónuleikapróf og heildstæðar kenningar til að rýna í aðstæður.

Spyrjum spurninga og skoðum hlutina út frá mörgum sjónarhornum.

Hvað vitum við um framtíðina?   
En hvað getum við gert sem einstaklingar?

mark@5v.is

GSM 775 2545

Published by Guðbjörg

"Fly your dreams"

%d bloggers like this: