Jafnrétti Feminism

“Harmonize the public sphere of politics, carrier, and business, with private sphere of family, health and home”

The Integral Life Ken Wilber and Corvey deVos integrallife.com

Við getum notað “Holon” eða Heild, heild innan heildar, til að gera okkur grein fyrir stöðu ákveðinna mála svo sem jafnréttismála. Aukin áhersla innan fyrirtækja vekja spurningar um það hvort hún nái til allra þátta, og hvort þær áherslur sem stjórnvöld hafa séu í rauninni að virka eða eru þau áhrif einungis á yfirborðinu?

Las nýverið athyglisvert viðtal við stjórnanda í “fjölbreytni, jafnrétti og þátttöku” Diversity, Equality and Inclusion” hjá Mercer, Angela Berg,
Global Finance 02 2021

“Really bold new actions are needed, and that takes leaders acknowledging that to actually progress and have change around DEI in the future requires new behaviors and mindsets”.

Angela Berg, leggur áherslu á mikilvægi þess að skilja hvar við stöndum, það er að segja að afla upplýsinga frá mörgum sjónarhornum. Það er mikilvægt að horfa ekki einungis á tölfræði við ráðningar, heldur að horfa líka til stöðuhækkana og hvort haldið sé í konur á við karla. Til að ná árangri getur þurft nýtt hugarfar og þörf á að fara nýjar leiðir
.

Nýjar leiðir í samstarfi eru til dæmis með aukinni áherslu á fjarvinnu og samstarf á netinu. En það er mikil þróun í ýmsum hugbúnaði sem kemur í staðinn fyrir mikla fundarsetu, til dæmis hjá Microsoft með því að tengja Teams video fund við Project management sem gerir samstarfið meira lifandi. Af þvi að við vinnum bæði með huganum og hjartanu.

Hvernig lítur heimurinn á málin, er jafnrétti hér í raun?

Ísland hefur skorað hátt á alþjóðavísu en.

Þó nokkur árangur hefur orðið af stefnu stjórnvalda og er það ekki síst því að þakka að horft hefur verið til beggja kynja, jafnrétti er ekki einunigs fyrir konur heldur líka fyrir karla. Þeir fá tækifæri til að sinna barna uppeldi, taka aukinn þátt í heimilisstörfum og innkaupum, kenna börnunum, vera með þeim í íþróttum og sitthvað fleira. Tekið er jafnt tillit til karla og kvenna vegna þarfa barnanna, til dæmis þegar þau verða veik eða skólum er lokað.

Hvað þarf að breytast til að jafnrétti verði að veruleika, innan fyrirtækja?

Hugarfarið (Mental models) þarf að breytast, ennþá er fyrirtækjamenningin “dominant culture”, karlremban sem vill vera ráðandi og allir beygja sig fyrir, er ennþá oft ríkjandi, sérstaklega á stærri vinnustöðum. Það hefur sýnt sig að konur hafa meiri samstarfsvilja og eru sáttfúsari, en karlmenn oft ákveðnari í stefnumörkun og betri í að miðla stefnunni til samstarfsmanna.

Mestum árangri náum við með því að þetta allt vinni saman, einsog hefur sýnt sig nú í faraldrinum; vinnustaðurinn, kven og karl stjórnendur, heimilið og samfélagið. Alþjóðlegt samstarf hjálpar til líka og við miðlum til annarra þjóða, sérstaklega þar sem konur eru undirokaðar, einsog hefur verið gert í hinum vestræna heimi.

Til að ná árangri þarf að skoða hlutina heildstætt með heild “holon”.

Innstri hringurinn er fjölskyldan, hefur konan stuðning þar? Er tekin ábyrgð á uppeldi barnanna af fleirum og innkaupum og þess háttar. Er þeim sinnt þegar þau eru veik af báðum foreldrum eða stórfjölskyldu?

Næst kemur vinnustöðin er fólk samtaka þar um að mæta þörfum kvenna og virkja hæfileika þeirra? Út frá mörgum sjónarmiðum sjá hér að ofan. Í þessu sambandi er vert að minnast á að Orkuveitan hefur náð árangri á þessu sviði og lét hanna líkan til að meta árangur jafnréttisstefnunnar. Sjá viðtal við forstjórann á vef Stjórnvísis um framtíðina.

Þar á eftir kemur samfélagið, er það með lagaramma og stefnu sem allir virða? Nú hefur komið ítrekað í ljós að stórnmálamenn virða ekki jafnréttislög við ráðningar og er alvarleg brotalöm þar, sem veikir mjög stuðning stjórnvalda.

Hvernig tengist þetta allt saman, hvaða áhrif hefur jafnréttið út í samfélaginu, á stjórnun fyrirtækja, barnauppeldi og heimilisfrið?

Hvað þarf að breytast?

Shutterstock.com

Published by Guðbjörg

"Fly your dreams"

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: