Markþjálfun hvað er það?

Þegar markþjálfun byrjaði að vera vinsæl hér á landi hafði ég miklar efasemdir, er það rétt að við séum að stjórna fólki, fara djúpt í sálarlíf þess og hafa áhrif á líf þess? Erum við þess umkomin?

En ég ákvað að læra markþjálfun hjá Evercoach í Bandaríkjunum, við það hef ég vaxið mikið og áttaði mig á því að það er viðskiptavinurinn sem stjórnar ferðinni, við erum meira einsog góður vinur sem leiðbeinir, ögrar og aðstoðar viðkomandi við að ná markmiðum sínum.

Allar breytingar koma innan frá það verður engin breyting nema að hún komi fyrst innan frá nema sé eingöngu á yfirborðinu. Þess vegna er ekki hægt að breyta fólki, það er aðeins hægt að aðstoða það við að breytast ef það vill það.

Listin við markþjálfun er að ná fram því besta í fólki, hjálpa því að finna tilgang og hvatningu til að gera sitt besta. Þetta gerum við í skrefum, byrjum á að móta sýn á þann árangur sem viðkomandi vill ná. Síðan hægt og rólega að feta sig áfram með markvissum aðgerðum og ná þeim árangri sem viðkomandi ætlar. Viljinn þarf að vera fyrir hendi hjá báðum aðilum.

Tel að það sé heppilegt að blanda saman lærdómi, vinnustofum og markþjálfun til að fylgja eftir að sá árangur sem stefnt er að skili sér.

Guðbjörg uglakvisti@gmail.com

Published by Guðbjörg

"Fly your dreams"

%d bloggers like this: