Heimsmarkmiðin

Kynningarfundur um heimsmarkmiðin var haldinn nýlega á vegum Stjórnvísi í Innovation house Eiðistorgi. Framsögumenn voru verkefnastjórar frá tveimur ráðuneytum Umhverfisráðuneytinu og Utanríkisráðuneytinu, þær sögðu frá forgangsröðun á vegum ráðuneyta og margar spurningar komu frá fulltrúum frá sveitarfélögum, fram kom að Kópavogsbær er að vinna með Heimsmarkmiðin í sinni stefnumótun.
Samstarfsnefnd á vegum Norðurlanda ætlar að einbeita sér að neyslumynstri þjóðanna og fögnum við því, vonum að það skili sér í réttlátari viðskiptum fyrir þróunarlöndin og skynsamari neyslu hér á landi. Sjálfbærni til framtíðar.
Meira um Heimsmarkmiði hérna. http://www.heimsmarkmidin.is