Samræðulist

Var að lesa bók eftir Susan Scott um samræður en hún vann hjá Tec Inc. og vann með forstjórum um allan heim með samræðulist. Í ljós kom að það er mjög algengt hjá stjórnunarteymum að fólk segi ekki allan sannleikann, sem þýðir að forstjóri fyrirtækisins er ekki að byggja á raunveruleikanum, sem er mjög alvarlegt mál. Fólk virðist vera hrætt við að segja sannleikann, en ef ekki er byggt á raunveruleikanum er byggt á sandi, svo einfalt er það, þess vegna nota fyrirtæki oft mælingar sem hafa neikvæða verkan, of mikill fókus á ákveðinn þátt en ekki horft á heildarmyndina.  Susan er mjög fær í samræðulist og veitir lesandanum innsýn inn í þann heim. Góð samræðulist kemur af stað breytingum og fær fólk til að vinna saman, getur breytt framtíðinni. En þetta sjáum við líka í fjölmiðlum þar sem vel er staðið að verki í virku lýðræðisþjóðfélagi.

Alþjóðlegu Fair Trade samtökin WFTO hafa samræður, gagnsæi og virðingu í stefnu sinni, nokkuð sem fleiri gætu tekið til fyrirmyndar þar á meðal stjórnmálaflokkar. Það eitt að hafa leiðarljós sem þessi ætti að ýta undir að fólk opni sig og þori að segja sannleikann. Fólk veit betur hvað ætlast er til af því og finnur hvort það passi inn. Gott að skoða við ráðningar.

Hjá Björg Egg var verið að móta ný leiðarljós, tímarnir breytast og fólkið með, umræðan sjálf um gildin eða leiðarljósin er mjög mikilvæg líka, þess vegna er gott að endurskoða annað slagið:

Virðing,

samvinna,

samræður,

eining,

umhyggja,

heilsa og öryggi,

sanngirni,

vera vakandi,

umhverfið,

aldrei stoppa að læra og

jafnvægi milli vinnu og einkalífs. 

Til þess að tryggja það að allir séu á sömu blaðsíðu og sannleikurinn komi fram eru ýmsar leiðir sem fyrirtæki geta nýtt sér, algengt er að toppstjórnandi mótar sýn til framtíðar og meginmarkmið en aðrir stjórnendur fá það hlutverk að útfæra leiðir til að gera framtíðarsýnina að raunveruleika, en oft eru þeir stjórnendur sem vinna á gólfinu í meira sambandi við raunveruleikann. Þá kemur líka fram viðhorf þeirra, til dæmis skrifleg lýsing með tillögum um leiðir að markmiðum eða langir fundir þar sem samræðulist fer fram.

Eftirfylgni skiptir líka miklu máli, að fundað sé reglulega og málum fylgt vel eftir, þá kemur líka fram ef einhverjar hindranir eru og með útsjónarsemi er hægt að snúa vandamálum í lausnir. Í þessu samhengi skiptir líka máli að fundir séu markvissir og teymið sé samstillt, einn stjórnandi getur eyðilagt fundinn bara með því að vera ekki á sömu blaðsíðu, vera til dæmis að hugsa um annað á meðan, með athyglina í tölvunni.

Stjórnin verður að fá óskipta athygli og þarf á því að halda að heyra sannleikann og vita hvernig aðrir stjórnendur sjá fyrir sér hvernig hlutirnir þróast og fá hugmyndir um leiðir. Þá hjálpar til að markmiðin séu metnaðarfull og framtíðarsýnin mjög eftirsóknarverð.

Það er svo mikilvægt að horfa til framtíðar og komast upp úr hjólförunum ef svo má að orði komast, komast upp úr því að vera að leysa vandamál líðandi stundar og keppast við að gera eftirsóknarverða framtíðarsýn að veruleika og að allir hjálpist að við það.

Þetta mættu stjórnmálaflokkar á Íslandi taka til fyrirmyndar.

Published by Guðbjörg

"Fly your dreams"

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: