Samningatækni

Er það ekki frábært ef við getum staðið upp frá samningaborðinu og báðir viðsemjendur eru ánægðir með niðurstöðuna, þetta á líka við í daglegu lífi, fólk er ekki alltaf sammála og við þurfum að komast að niðurstöðu.

Þegar tekist er á um hlutina er mikilvægt að komast að niðurstöðu sem allir eru sáttir við. Þess vegna er þess gætt í samningaviðræðum að jafnvægi sé milli aðila, til dæmis hvernig fundum er stillt upp, viðsemjendur leitast lika við að skilja þarfir hvors annars.  Það er úrelt viðhorf að annar aðilinn verði undir og sé þvingaður til að taka niðurstöðu sem hann sættir sig ekk við. Það skilar ekki árangri til lengri tíma.  Það þarf að skilja undirliggjandi ástæður og hafa þá félagslegu hæfni að geta sett sig í spor hins aðilans. Hafa frumkvæði í því að finna lausnir í stað vandamála.

I nýútkominni bók sinni “Negotiating Success” eftir höfundinn Jim Hornickel koma fram mjög jákvæð viðhorf til samningagerðar og er hún byggð á mikilli reynslu. Hann leggur áherslu á gagnkvæmni, frumkvæði og virðingu. Gagnkvæmni að maður setur sig í spor hins aðilans og leitast við að skilja áherslur hans og hefur frumkvæði, notar hugmyndaflugið til að finna lausnir og hafa virðingu að leiðarljósi R.E.S.P.E.C.T.

“Self serving while serving others.”

Fyrsta skrefið er að vera meðvitaður um það hvað maður er að hugsa og hverju maður vill ná, einnig að vera félagslega meðvitaður, hvað er fólkið að hugsa í kringum okkur og hvaða markmið hefur það?  Myndræn framsetning getur hjálpað við að skilja hver staðan er, skissa upp sjónarmiðum hvors annars og nota hugmyndaflugið til að finna sameiginlegan flöt. Það er alltaf byrjunin og er góður útgangspunktur að finna sameiginlegan flöt og oft eru markmiðin ólík en leiðirnar líka ólíkar og þá er hægt að fara nýja leið til að uppfylla markmið beggja. Þegar fólk finnur að það er hlustað á það bregst það betur við og það finnur að við höfum áhuga á að skilja þarfir þess og sjónarmið.  Það er líka mikilvægt að koma sjónarmiðum okkar fram á áhrifaríkan hátt þannig að fólk skilji það og horfa frekar á lausnir en vandamál.  Vera við sjálf en ekki reyna að vera eitthvað annað, nálgast kjarnan í okkur þá erum við trúverðugri og líklegri til að byggja upp traust. Það felst mikið frelsi í því að vera við sjálf og nota frumkvæði okkar og hugmyndaflug við að skapa betri aðstæður.

Vinna að því að læra og bæta okkur þá bætum við heiminn í leiðinni.

“I create my reality to benefit the world.”

Deepak Chopra

Published by Guðbjörg

"Fly your dreams"

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: