Siðgæði hjá fyrirtækjum

Mikið hefur verið fjallað um siðgæði hjá fyrirtækjum og leitast við að bæta það en alltaf er maður að heyra sögur sem erfitt er að trúa og lesa um umfjallanir á vefnum.  Til dæmis að verið sé að selja skemmda matvöru hér á landi, fólk af erlendum uppruna er látið vinna mikið fyrir mjög lítil laun á meðan fyrirtækið rakar saman fé. Börn þræla á kakóbauna búum.

Þegar ég var í háskóla Íslands stefnumótunar áfanga, var tekin fyrir spurningin um það hvort fyrirtæki ættu eingöngu að uppfylla lög og reglur eða bera ábyrgð gagnvart samfélaginu, í dag kallað samfélagsábyrgð.  Sá fyrir mér að þessir þættir myndu þróast með auknu upplýsingaflæði, sú hefur orðið raunin, ýmsir baráttuhópar fólks miðla upplýsingum um slæma hegðun og fá fyrirtækin til að endurskoða afstöðu sína, fjölmiðlar fjalla líka um þessi mál og hafa það á sínu færi að ýta við fyrirtækjum og geta jafnvel haft veruleg áhrif á afdrif þeirra. Það eru líka vefsíður og baráttusamtök sem upplýsa um það sem vel er gert til dæmis „The Good Trade“ og „Fair Trade“.

Öll fyrirtæki hafa gott af því að skoða sig í þessu samhengi, orðstír fyrirtækisins er mjög dýrmætur, fyrirtæki með slæman orðstír missir viðskipti. Fólk talar saman og vefmiðlar eru mjög öflugir í dag.

Það eru ýmsar leiðir til að meta siðgæði hjá fyrirtækjum, flokka fyrirtæki í A og B fyrirtæki einsog gert er í suður ameríku og fleiri stöðum, þau hafi áttavita (UN) og geri skýrslu um samfélagsábyrgð og dragi fram jákvæða þætti einsog gert er hér og ég tel að sé vænlegt til árangurs. Ný lög um ársreikninga fyrirtækja skylda stór fyrirtæki til að upplýsa um samfélagslega ábyrgð, gert að frumkvæði Evrópubandalagsins.  Fræðimenn skilgreina og flokka fyrirtæki eftir siðgæðis afstöðu þeirra í mismunandi stig.

Ronald Francis og Guy Murfey eru nýbúnir að gefa út bók (KoganPage) um siðgæði fyrirtækja í alþjóðlegu samhengi, Global Business Ethics, þeir skilgreina mismunandi stig sem fyrirtæki eru á. En það getur hjálpað fyrirtækjum til að átta sig á hvar þau standa og ákveða næsta stig.

 

Fyrsta stigið: Amoral company

Hugsa nær eingöngu um hagnað og um þá áhættu sem því fylgir ef þau gera mistök. Reglur og samfélagsleg viðmið eru brotin ef það hentar en fylgt eftir ef það hjálpar þeim. Þau hugsa eingöngu um að lifa af og samfélagsleg ábyrgð er álitin veikleiki. Framkvæmdastjórnin er mjög skipandi (directive) og hefur lítil samráð við starfsfólk sem er ætlað að hlýða eingöngu og ekki spyrja.

Við getum séð fyrir okkur íslenskt matvælafyrirtæki sem lætur starfsmenn skipta um miða á umbúðum ef matur er útrunninn, eða pakka úldnum mat til útflutnings. Þú hlýðir bara og tjáir þig ekki við yfirmennina en athuga að sjálfsögðu talar fólk saman. Annað dæmi er mjólkurfyrirtæki í Japan þar sem alvarleg bakteríusýking kom upp, fyrirtækið reyndi að gera lítið úr því og hlýddi ekki fyrirmælum um innköllun vara nægilega en afleiðingar voru þær að fyrirtækið hætti og framkvæmdastjórar voru kærðir.

 

Annað stigið: the legalistic company

Næsta stig er fyrirtæki sem telur sig eingöngu þurfa að uppfylla lög og reglur. Innra lögfræðiteymi metur hvort athafnir stangast á við lög eða ekki án þess að hugsa neitt um víðtækari afleiðingar, áhrif á samfélagið. Settar eru verklagsreglur sem endurspegla gildandi lög og reglur í samfélaginu þeim verður að hlýða „regluvörður“ annars er fólki refsað. Líklega verður regluflæðið svo mikið að starfsfólkið á erfitt með að fylgja því eftir og virkar ruglingslegt. Þau telja sig vera að uppfylla kröfur samfélagsins en innan mjög þröngs lagaramma.

Bankarnir á Íslandi fyrir hrun eru mjög gott dæmi um þetta, það þarf ekki að orðlengja það.

Á alþjóðlegum markaði er Ford dæmi um þetta, þar sem þeir viku sér frá því að innkalla Ford Pinto sem var með galla en uppfylltu eingöngu lagaskyldu og bættu fólki það tjón sem hafði orðið. Hugsuðu ekki um það fólk sem gæti mögulega skaðast í framtíðinni vegna gallans.

 

Þriðja stigið: the responsive company

Fyrirtækið viðurkennir að siðferðisleg skylda þess nær lengra en lagaramminn segir til um, þau reyna að finna jafnvægi milli hagnaðarvonar og samfélagslegrar ábyrgðar, sem tekur til þeirra samfélaga þar sem fyrirtækið starfar og starfsfólks þess. Oft hafa einhverjir atburðir orðið til þess að neyða þau til að skoða hlutina í stærra samhengi, viðbrögð þeirra einkennast að því sem þau neyðast til að gera frekar en að þau hafi áhuga til að gera það. Þau setja siðferðisviðmið (codes of conduct) gildi og samfélagsábyrgð á blað en meira vegna þess að það er ætlast til þess að þeim og til að vernda fyrirtækið frekar en samfélagið.

Of mörg fyrirtæki eru á þessu stigi, það er aukinn þrýstingur á þau frá samfélaginu. Nike íþróttavöru framleiðandinn er mjög gott dæmi um þetta, mikið hefur verið þrýst á fyrirtækið vegna þess að þau færðu framleiðslu sína til svæða með lægstu laun og nánast engin réttindi (Indónesia, Thailand og Vietnam) þegar kjör bötnuðu og réttindabarátta varð meiri í þeim löndum sem þau voru að framleiða.  Eftir að sala dróst mikið saman settu þau á fót staðla „Fair Labour Association“ varðandi vinnuskilyrði. Veita opinberlega upplýsingar um alla birgja, endurskoða allar verksmiðjur á alþjóðavísu.

Fyrirtækið gefur út skýrslu um samfélagslega ábyrgð árlega.

 

Fjórða stigið: the emergent company

Fyrirtækið leitast við að skapa siðgæði innan fyrirtækisins,  ábyrga fyrirtækjamenningu. Starfsfólkið gerir sér grein fyrir að það þarf að vera jafnvægi milli hagnaðarvonar og samfélagsábyrgðar. Staðlar eru settir og eru í stöðugri endurskoðun í takti við það sem er að gerast í samfélaginu. Þjálfun, val og verklag ásamt stefnu til að nota þegar ákvarðanir eru teknar. Ákveðinn aðili innan fyrirtækisins fylgist með því að þessu sé fylgt eftir, umboðsmaður eða áhættueftirlit. Tekið er við ábendingum um óviðeigandi hegðun. Fyrirtæki telur sig vera í góðum málum með því að setja staðla og fylgja þeim eftir en staðlarnir geta verið óviðeigandi í sumum tilfellum og notkun þeirra ófullnægjandi. Mörg fyrirtæki hér á landi fylgja ISO stöðlum en veikleiki þeirra er einmitt þessi, að þeir eru ekki alltaf viðeigandi og framkvæmdin oft ófullnægjandi, geta líka staðnað.

Dæmi um alþjóðlegt fyrirtæki er Johnson & Johnson sem framleiddi lyf, breytt var um efni í því sem olli síðan skaða. Þegar skaðinn kom í ljós axlaði fyrirtækið ábyrgð, innkallaði allt lyfið og upplýsti almenning um efnið og vöruðu við notkun þess, þeim tókst að viðhalda trausti almennings á fyrirtækinu með þessu. Eftir á sögðu framkvæmastjórar að þeir hefðu farið eftir siðgæðisstaðli fyrirtækisins og gerðu ekkert rangt. Þeir sáu til þess að lyfið myndi ekki valda meiri skaða einsog staðlarnir segja til um. Þessi vitund um siðgæði og samfélagslega ábygð er vissulega skref í rétta átt en ekkert kerfi er fullkomið og vafasamt að láta kerfi stjórna dómgreind stjórnanda fyrirtækja.  Óviðeigandi hegðun getur samt komið upp þrátt fyrir staðlana.  Mörg fyrirtæki eru á þessum stað.

 

Fimmta stigið: the ethical company

Gildi og siðferðisleg viðmið eru meðtekin hjá öllu starfsfólki fyrirtækisins og eru innbyggð í ákvörðunartökuferli á degi hverjum á öllum stigum.  Viðmið (codes) er beint að samfélaginu í heild. Viðhorfið er framsækið. Allar aðgerðir eru skoðaðar fyrirfram út frá siðferðis gildum. Hlutirnir eru skoðaðir í stærra samhengi áður en ákvarðanir eru teknar, hagnaður og samfélagsleg áhrif eru skoðuð samhliða.

 

Dæmi um svona fyrirtæki er TOMS skór, var stofnað 2006, eftir að eigandi þess ferðaðist til Argentínu og sá hve mörg börn voru án skófatnaðar. Ákvað að setja upp skó framleiðslu fyrirtæki þar sem hann gæfi eitt skópar til barna í nauð fyrir hvert par sem hann seldi. Fyrirtækið nýtur mikilla vinsælda sérstaklega hjá yngra fólki. Fyrirtækið hefur gefið 35 milljónir skópara. Fyrirtæki sem standa upp úr varðandi siðferðis viðmið eru oft undir harðri gagnrýni, Toms skór eru framleiddir í Kína og hefur fyrirtækið verið gagnrýnt fyrir að framleiða þá ekki í landi þar sem meiri neyð ríkir. Fyrirtækið hefur mætt þessari gagnrýni og nýlega opnað verksmiðju á Haiti. Toms skór eru seldir í Kringlunni í versluninni ORG.

Toms skór eru mjög gott dæmi um það hvað fyrirtæki geta gert mikið til að bæta stöðuna hjá nauðstöddum í þróunarríkjum. Þetta fyrirtæki var að hefja starfsemi en hvað með stór fyrirtæki sem eru búin að starfa lengi á markaðinum, maður getur bara ímyndað sér hvað þau gætu gert mikið.

Mælistikan á siðferði hlýtur að skilja eftir sig þá spurningu líka, hvað við gætum gert til þess að bæta ástandið í þessum heimi en gerum ekki núna!

Published by Guðbjörg

"Fly your dreams"

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: