Digital Stafrænt umhverfi

Umhverfi okkar er orðið meira og meira stafrænt „digital“, markaðsmálin hafa færst mikið yfir á netið, þar sem flestir snertifletir við mögulega viðskiptavini eru.  Það er hægt að nálgast óendanlegt magn af upplýsingum á netinu. Þurfum að passa okkur að drukkna ekki í öllu þessu upplýsingaflæði og tölvupósturinn er mikill tímaþjófur, Google gmail hjálpar mikið, flokkar póstinn í misjafnlega mikilvæga flokka.

Kjarnaorðið hér er samþætting (integration), hægt er að fá fjöldann allan af kerfum sem hjálpa fyrirtækjum með samþættingu og samstarf. Þau gefa möguleika á því að fólk vinni saman óháð staðsetningu og deildum, þvers og kurs svokallað „network“ skipulag getur jafnvel náð út fyrir landsteinana. Mun árangursríkara en að sitja einn við tölvuskjáinn 🙂 .

Gefur líka möguleika á sveiganlegum vinnutíma og vinnustað. Þau hjálpa til dæmis við að skapa vinnustað þar sem teymi geta unnið saman að ákveðnum markmiðum, halda utanum samræður varðandi markmiðin, skipuleggja verkefni og fylgjast með framvindunni, útdeila verkum (tasks) og ábyrgð á framkvæmd sem eru hluti af stærra verkefni. Samþættingin felur í sér að allt er á einum stað, hægt að tengja skjöl, myndbönd og linka, þarft ekki að dreifa huganum með því að vera alltaf að skipta á milli kerfa, tekur líka mikinn tíma.

Fékk skýrslu nýverið frá Forrester Wave (October 17,2016) þar sem metin eru nokkur kerfi út frá þessum punktum sem nefndir eru hér að ofan. Einnig út frá stefnu þeirra, (go to market) hvernig þau setja vöru á markað, kostnaði og viðskiptavinaánægju og hversu sýnileg þau eru á markaðinum (market presence).  Kerfin sem könnunin snerist um eru meðal annars Clarizen , Redbooth Business, Wrike enterprise, Planview, Asana og Smartsheet.  Sjálf hef ég góða reynslu af Planview, til þess að halda utanum verkefni Project management. Lykilorðin hér eru sveigjanlegt vinnuumhverfi, prófanir og samþætting, þetta er það sem aðskilur kerfin frá hvert öðru. Árangurinn af notkun þessara kerfa er fyrir utan hið sveigjanlega skipulag, meira samstarf þvert á deildir, prófanir og samþætting sem hjálpa teymum til að vinna saman á þann máta sem hentar þeim best, óháð staðsetningu eða aðferðafræði, sem er þeim eðlilegast.

Við stafræna nálgun er mikilvægt að skoða alla snertifleti og safna saman mikið af upplýsingum til að móta stefnu.  Færir okkur líka betra samfélag þar sem sveigjanleiki er meiri og tíminn nýtist betur, hægt að nota meiri tíma með fjölskyldu og vinum.

Nýútkomin bók frá KoganPage.  Hér er video frá þeim þar sem fjallað er um stafræna markaðsstefnu:

KoganPage.com

Simon Kingsnorth outlines his Integrated Approach to Digital Marketing Strategy.

Published by Guðbjörg

"Fly your dreams"

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: